Fordæmdi sjálfselsku

Hlýtt á jóladagsávarp páfa á Péturstorginu í dag.
Hlýtt á jóladagsávarp páfa á Péturstorginu í dag. Reuters

,,Ef fólk lætur nægja að tryggja eigin hagsmuni er ljóst að heimur okkar mun hrynja," sagði Benedikt 16. páfi í hefðbundnu ávarpi sínu á jóladag af svölum Péturskirkjunnar. 

 Auk þess að ræða um helstu átakasvæði veraldar og mikilvægi friðar fjallaði páfi einnig um þann vanda sem fjármálakreppan alþjóðlega bakaði nú mörgum, einnig í ríkum löndum. ,,Megi ljós jólanna skína á öllum þessum stöðum og hvetja fólk til að leggja fram sinn skerf í anda einlægrar samstöðu," sagði páfi.

 Hann nefndi sérstaklega ástandið í Simbabve en þar er hungur að verða vaxandi vandi. Sagði hann hryggilegt að félagslega og pólitíska kreppan sem þar herjaði virtist fara enn dýpkandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert