Fordæmdi sjálfselsku

Hlýtt á jóladagsávarp páfa á Péturstorginu í dag.
Hlýtt á jóladagsávarp páfa á Péturstorginu í dag. Reuters

,,Ef fólk læt­ur nægja að tryggja eig­in hags­muni er ljóst að heim­ur okk­ar mun hrynja," sagði Bene­dikt 16. páfi í hefðbundnu ávarpi sínu á jóla­dag af svöl­um Pét­urs­kirkj­unn­ar. 

 Auk þess að ræða um helstu átaka­svæði ver­ald­ar og mik­il­vægi friðar fjallaði páfi einnig um þann vanda sem fjár­málakrepp­an alþjóðlega bakaði nú mörg­um, einnig í rík­um lönd­um. ,,Megi ljós jól­anna skína á öll­um þess­um stöðum og hvetja fólk til að leggja fram sinn skerf í anda ein­lægr­ar sam­stöðu," sagði páfi.

 Hann nefndi sér­stak­lega ástandið í Simba­bve en þar er hung­ur að verða vax­andi vandi. Sagði hann hryggi­legt að fé­lags­lega og póli­tíska krepp­an sem þar herjaði virt­ist fara enn dýpk­andi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert