Hóf skothríð dulbúinn sem jólasveinn

Bruce Jeffrey Pardo hóf skothríð á aðfangadagskvöld og svipti sig …
Bruce Jeffrey Pardo hóf skothríð á aðfangadagskvöld og svipti sig lífi í kjölfarið.

Maður í jólasveinabúningi hóf skothríð í jólaveislu í heimahúsi í Los Angeles í Kaliforníu á aðfangadagskvöld, með þeim afleiðingum að þrír létust af sárum. Hann notaði skammbyssu við verknaðinn, en fyrir utan hina látnu voru kona á þrítugsaldri og átta ára gömul stúlka með skotsár sem voru ekki lífshættuleg.  Í kjölfarið fannst hann látinn á heimili bróður síns, eftir að hafa svipt sig lífi sama kvöld, en vitni báru því við að hann hefði farið úr jólasveinabúningnum á staðnum og farið svo í venjulegum fötum af vettvangi.

Hinn hálffimmtugi Bruce Jeffrey Pardo hafði að sögn lögregluyfirvalda átt í einhvers konar hjónabandserfiðleikum að undanförnu, en lögreglan telur að heimilið þar sem hann framdi ódæðið hafi verið heimili einhvers ættingja hans.
Eftir skothríðina kom upp eldur í húsinu og varð eldsvoði sem varð enn fleira fólki að bana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert