Ísraelar undirbúa hernað

Ísraelskur hermaður skammt frá landamærum Gasasvæðisins í gær.
Ísraelskur hermaður skammt frá landamærum Gasasvæðisins í gær. AP

Her­ská­ir Palestínu­menn hafa skotið 22 flug­skeyt­um yfir landa­mær­in til Ísra­els í nótt og í morg­un og er Ísra­els­her nú að und­ir­búa hernaðaraðgerðir gegn her­ská­um Palestínu­mönn­um á Gasa­svæðinu. Vika er frá því Ham­as sam­tök­in á svæðinu lýstu því yfir að sex mánaða vopn­hlé þeirra og Ísra­ela væri út­runnið. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Ha’a­retz. 

Sam­kvæmt heim­ild­um Ha’a­retz mun Ísra­els­her ráðast í tak­markaðar hernaðaraðgerðir á Gasa­svæðinu á næstu dög­um en um­fangs­meiri aðgerðir munu einnig vera í und­ir­bún­ingi. Hef­ur ísra­elska þingið veg­ar veitt hern­um heim­ild til nokk­urra daga aðgerða sem hafa ákveðinn skil­greind­an til­gang.  

Ísra­el­ar opnuðu landa­mæri Gasa­svæðis­ins í morg­un fyr­ir flutn­inga nauðsynja á veg­um hjálpa­stofn­ana og stend­ur til að níu­tíu vöru­bíl­ar með lyf, eldsneyti og aðrar nauðsynj­ar fari yfir landa­mær­in. Þá verða hjálp­ar­gögn sem eig­in­kona Hosni Mubarak, for­seta Egypta­lands, hef­ur fært Palestínu­mönn­um, flutt yfir landa­mær­in.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert