Dómari í Egyptalandi hefur dæmt kennara í sex ára fangelsi fyrir að berja nemanda sinn til bana í refsingarskyni fyrir að sinna ekki heimanámi sínu. Stærðfræðikennarinn sem er 23 ára fór með 11 ára nemanda sinn fram á gang þar sem hann kýldi hann í magann. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
Atvikið átti sér stað í október á þessu ári. Drengurinn, Islam Amr Badr, fékk hjartaáfall í kjölfar höggsins og lést síðar á sjúkrahúsi. Við krufningu kom í ljós að hann var með fjögur brotin rifbein.
Kennarinn Haitham Nabeel Abdelhamid, segist ekki hafa ætlað sér að skaða drenginn einungis aga hann. Hann var fundinn sekur um manndráp. Við réttarhöld yfir honum staðhæfði lögfræðingur hans að hann hefði ekki brotið lög þar sem ekki væri bannað með lögum að berja nemendur í skólum landsins.