Kínverski sjóherinn hefur nú sent þrjú herskip áleiðis til Aden-flóa til að vernda kínversk kaupskip á leið þeirra meðfram ströndum Sómalíu. Er þetta í fyrst sinn sem kínversk herskip eru send út fyrir Kyrrahaf. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
Þýski sjóherinn greindi frá því í gær að þýsk herskip á svæðinu hefðu komið í veg fyrir árás sjóræningja á egypskt flutningaskip. Sex sjóræningjar voru handsamaðir og afvopnaði en þeim var síðan sleppt.
Segir talsmaður þýsks hersins að Þjóðverjar muni einungis sækja sjóræningja sem ráðast á þýsk skip til saka.
Rúmlega hundrað skip hafa orðið fyrir árásum sómalskra sjóræningja á Aden flóa það sem af er þessu ári og eru mörg þeirra enn á valdi sjóræningja.