195 látnir, yfir 300 særðir

Lík lögreglumanna úr liði Hamas eftir árásirnar á Gasaströndinni í …
Lík lögreglumanna úr liði Hamas eftir árásirnar á Gasaströndinni í dag. Reuters

Nú er talið að a.m.k. 195 Palestínumenn hafi látist í loftárásum Ísraelsmanna á Gasaströndinni í dag. Yfir 300 eru særðir.

Að sögn yfirmanns neyðaraðstoðarinnar á Gasasvæðinu er ástand 120 hinna særðu alvarlegt.

Ísraelar lýstu því yfir í dag að þeir myndu halda áfram loftárásunum á yfirráðasvæði Hamas á Gasaströndinni „eins lengi og nauðsynlegt væri“. Ekki væri önnur úrræði en að beita hervaldi gegn palestínumönnum til að stöðva eldflaugaárásir þeirra.

Varnarmálaráðherrann, Ehud Barak sagði í dag að hernaðaraðgerðin myndi halda áfram og styrkjast eins lengi og þörf krefði. „Baráttan verður löng og erfið en nú er tími fyrir aðgerðir og baráttu.“

Hann sagði ísraelsk stjórnvöld ekki vera áköf í átök en hins vegar væri hún viðbúin fyrir þau. „Við höfum undirbúið okkur svo mánuðum skiptir til að ráðast með öflugum hætti á Hamassatökin svo þau hætti árásum sínum á óbreytta ísraelska borgara. Það verður ekki einfalt og mun taka tíma. Stríðið gegn hryðjuverkum er tímafrekt,“ sagði hann.

Fyrr í dag sagði utanríkisráðherrann, Tzipi Livni, við fréttamenn að ísraelskir borgarar hefðu lifað við ógn daglegra árása frá Gazaströndinni um árabil.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert