Drepinn af hákarli

Leitarmenn í Vestur-Ástralíu hafa litla von um að finna 51 árs gamlan mann, Brian Guest, sem talið er að hafi orðið fyrir árás hákarls þegar hann var að snorkla ásamt syni sínum. 

Feðgarnir voru að leita að kröbbum þegar faðirinn hvarf. Vitni segjast hafa séð „eitthvað ofbeldisfullt“ og blóð á svæðinu þar sem Guest hvarf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert