Á reiðhjóli með sprengju

Lögreglumaður skoðar reiðhjólið sem notað var í árásinni í Mosul.
Lögreglumaður skoðar reiðhjólið sem notað var í árásinni í Mosul. Reuters

Maður á reiðhjóli hjólaði í  morgun inn í hóp um 1.300 mótmælenda í borginni Mosul í Írak og sprengdi sjálfan sig í loft upp. Einn mótmælandi lést í árásinni og sextán særðust.

 Að sögn írösku lögreglunnar var hópurinn að mótmæla árásum á Gaza. Maður með sprengju kom hjólandi inn í mannfjöldann og sprengdi sjálfan sig í loft upp. Mótmælin voru skipulögð af stjórnmálaflokki sunní múslíma og segir talsmaður flokksins að lögreglan hafi ekki haft nægan viðbúnað vegna mótmælanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert