Hvalavinir í samtökunum Sea Shepherd segjast hafa þvingað japanska hvalveiðiflotann úr áströlsku hafsvæði yfir í það ný-sjálenska. Samtökin hafa verið gagnrýnd fyrir umhverfis hryðjuverk. Japanir veiða árlega hundruð hvala en japönsk yfirvöld segja veiðarnar eingöngu gerðar í vísindaskyni.