Hundruð Palestínumanna hafa farið yfir landamærin til Egyptalands af Gazasvæðinu í dag að sögn vitna. Girðing á landamærunum var rofin á nokkrum stöðum og fjölda fólks, sem fór þar í gegn, lenti saman við egypska landamæraverði.
Egypskur öryggisvörður sagði AP fréttastofunni að landamærin hefðu verið opnuð á fjórum stöðum hið minnsta. Annar sagði palestínska byssumenn hafa tekið yfir stjórn á fjórum landamærastöðvum þar sem egypskir öryggisverðir réðu áður ríkjum.
Landamæragirðingin var rofin fljótlega eftir að ísraelskar flugvélar köstuðu sprengjum í því skyni að eyðileggja göng sem Hamasliðar hafa notað til þess að smygla varningi á milli Gaza og Egyptalands.
Að minnsta kosti 300 egypskir landamæraverðir hafa verið fluttir á svæðið í skyndi til þess að ná stjórninni aftur skv. heimildamanni AP.