Hóta að senda hermenn til Gaza

Ísraelska ríkisstjórnin hefur boðað herkvaðningu þúsunda varahermanna vegna árásanna á Gaza. Yfir 280 eru látnir og fleiri hundruð hafa særst í árásum Ísraelsmanna á Gaza þar sem Hamas er við völd. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna lýsti í morgun yfir alvarlegum áhyggjum yfir ástandinu á Gaza.

Öryggisráðið kom saman til neyðarfundar í nótt. Fundurinn stóð yfir í fjórar klukkustundir. Telur Öryggisráðið nauðsynlegt að koma á vopnahléi á ný á milli Ísraela og Hamas-hreyfingarinnar og að tryggt verði að nauðsynjar verði fluttar til íbúa á Gaza og þeim gefinn kostur á læknisaðstoð.

Ísraelar segja að 110 flugskeytum hafi verið skotið á Gaza um helgina og hefur komið til tals að senda hermenn til Gaza. Mannfallið á Gaza í gær er það mesta á einum degi þar frá árinu 1967. Flestir hinna látnu voru liðsmenn í öryggissveitum lögreglu Hamas hreyfingarinnar en samkvæmt BBC hafa einnig konur og börn látist í árásunum.

Barist við eld á Gaza í morgun
Barist við eld á Gaza í morgun IBRAHEEM ABU MUSTAFA
SUHAIB SALEM
IBRAHEEM ABU MUSTAFA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka