Töluverður munur er á milli Norðurlandanna varðandi fjölda fóstureyðinga. Grænland sker sig úr, en þar eru þær hlutfallslega flestar – alls 1.030 á hverja 1.000 lifandi fædda. Á Íslandi hins vegar eru framkvæmdar 205 fóstureyðingar á hverja 1.000 lifandi fædda sem er meira en í Finnlandi og Færeyjum en heldur minna en í Danmörku, Álandseyjum, Noregi og Svíþjóð.
Þetta kemur fram í Talnabrunni, fréttabréfi landlæknis um heilbrigðistölfræði og vitnað í rit Norræna heilbrigðistölfræðiráðsins (NOMESCO).
Fóstureyðingar eru algengastar á öllum Norðurlandanna hjá konum á aldrinum 20–24 ára. Hins vegar gangast hlutfallslega fæstar konur í elsta aldurshópnum, 45–49 ára, undir fóstureyðingu. Öll Norðurlöndin eiga þetta sammerkt.