Stalín þriðji vinsælasti Rússinn

Leiðtogararnir þrír á Jaltafundinum 1945, frá vinstri: Winston Churchill, forsætisráðherra …
Leiðtogararnir þrír á Jaltafundinum 1945, frá vinstri: Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands, Franklin D. Roosevelt forseti Bandaríkjanna og Jósef Stalín, leiðtogi Sovétríkjanna. mbl.is

Sov­ét­leiðtog­inn Jós­ef Stalín varð þriðji í kjöri á vin­sæl­asta Rússa allra tíma sem þarlend sjón­varps­stöð stóð fyr­ir. Kjör­inu lauk í kvöld. Alls bár­ust yfir 50 millj­ón at­kvæða en íbú­ar lands­ins eru um 143 millj­ón­ir. Mjög hef­ur verið gagn­rýnt að harðstjór­inn Stalín skyldi vera á meðal þeirra 50 sem hægt var að velja í kjör­inu.

Efst­ur í kjör­inu varð 13. ald­ar prins­inn Al­ex­and­er Nev­sky, en und­ir hans stjórn hrundu Rúss­ar inn­rás Þjóðverja, og í öðru sæti varð Pyotr Stolyp­in sem var for­sæt­is­ráðherra í byrj­un 20. ald­ar.

„Við þurf­um að velta því mjög al­var­lega fyr­ir okk­ur, hvers vegna þjóðin kýs að setja Jos­ef Viss­ari­onovich Stal­in í þriðja sæti,“ sagði Nikita Mik­hal­kov, kunn­ur leik­ari og leik­stjóri, eft­ir að úr­slit­in voru kunn­gjörð í kvöld, en hann en hann var einn dóm­ara í kjör­inu. Fyr­ir því stóð sjón­varps­stöð í eigu rúss­neska rík­is­ins.

Á nærri 30 ára valdatíð Stalíns lét­ust millj­ón­ir lands­manna úr hungri, voru tekn­ir af lífi vegna and­stöðu við hið ríkj­andi vald eða lét­ust í Gúlag­inu, ill­ræmd­um fanga­búðum Stalíns. 

Stalín lést á valda­stóli 1953.

Þetta verk­efni, kjör vin­sæl­asta Rússa allra tíma, var sett á lagg­irn­ar í júní og þá birt­ur listi yfir þá 50 sem fólk gat kosið, en upp­haf­lega höfðu nöfn 500 manna þótt koma til greina.

Jósef Stalín
Jós­ef Stalín mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert