Þyngsta terta heims

Borgarstjóri Búkarest sker þyngstu tertu heims.
Borgarstjóri Búkarest sker þyngstu tertu heims. Reuters

Bakarar í Búkarest hafa komist í Heimsmetabók Guiness með því að baka þyngstu tertu heims, en hún vó um 281 kíló.

Tertan var þakin ávöxtum og þeyttum rjóma, skreytt með fánum Rúmeníu og Evrópusambandsins og orðunum „Gleðilegt nýtt ár 2009“.

Eftir að tertan hafði verið vigtuð afhenti fulltrúi Heimsmetabókar Guiness borgarstjóra Búkarest, Sorin Oprescu, skjal þar sem metið er staðfest. Hundruð íbúa borgarinnar fylgdust með athöfninni og fengu síðan væna tertusneið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert