Banvænar hnífsstunguárásir hafa ekki verið fleiri í Bretlandi í 30 ár, samkvæmt nýjustu tölum. Að meðaltali eru sex stungnir til bana í hverri viku. Breska ríkisstjórnin hefur ákveðið að herða refsingar við að bera eggvopn.
Frá apríl 2007 til apríl 2008 voru 322 stungnir til bana sem eru þriðjungi fleiri en árið 1997. Aðeins á síðasta ári jukust slík morð um fjórðung í höfuðborginni London.