Bush verður þakkað, segir Rice

Condoleezza Rice
Condoleezza Rice THIERRY ROGE

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að þrátt fyrir litlar vinsældir Bush nú, muni fólk brátt þakka honum fyrir það sem hann hefur afrekað í forsetatíð sinni.

„Forsetinn hefur þurft að takast á við erfiðari aðstæður en nokkurn tímann eftir að síðari heimsstyrjöldinni lauk, og hann hefur gert breytingar sem munu standast tímans tönn,“ sagði Rice í viðtali á sjónvarpsstöðinni CBS í gærmorgun.

Rice hafnaði því að ímynd Bandaríkjanna hefði beðið hnekki erlendis. Hún lofaði stjórn Bush fyrir að hafa breytt gangi mála í miðausturlöndum.

„Þetta er ekki vinsældakeppni. Hreinlega ekki. Stjórnin ber ábyrgð á því að taka góðar ákvarðanir um hagsmuni Bandaríkjanna til lengri tíma litið, ekki fyrir fyrirsagnir dagsins í dag, heldur fyrir mannkynssöguna að dæma,“ sagði hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert