Flytja út bændur til Afríku

.
.

Kín­verj­ar hafa nú um nokkra hríð gert sér mjög dælt við Afr­íku­rík­in og viðskipt­in við þau hafa stór­auk­ist. Kín­verj­ar kaupa af Afr­íku­mönn­um einkum hrávöru og land­búnaðar­af­urðir og láta þá fá í staðinn sitt af hverju, t.d. iðnvarnig og vopn, og einnig dá­lítið annað: Kín­verska bænd­ur.

Áætlað er, að viðskipti Kína og Afr­íku­ríkja hafi verið um 100 millj­arðar doll­ara á þessu ári en Kín­verj­ar líta ekki síst hýru auga til mik­illa nátt­úru­auðlinda í Afr­íku og einkum til ol­í­unn­ar. Talið er, að um 750.000 Kín­verj­ar hafi verið í Afr­íku um hríð eða sest þar að til að stunda viðskipti og til að nýta auðlind­irn­ar. Í þeim hópi eru bænd­urn­ir en aðeins frá Hebei-héraið í Kína hafa komið 10.000 bænd­ur og þeir hafa sest að í 18 Afr­íku­ríkj­um. Búa þeir í svo­kölluðum „Baod­ing-þorp­um", allt frá 400 manns upp í 2.000.

Í Kína búa rúm­lega 20% mann­kyns en þar í landi eru aðeins um 7% rækt­an­legs lands. Í Afr­íku er land­rýmið yfrið nóg en fólkið til­tölu­lega fátt og afr­ísk­ir bænd­ur, sem stunda eitt­hvað meira en sjálfsþurfta­bú­skap, enn færri.

Sum­um hugn­ast ekki þessi þróun. benda þeir á, að Kín­verj­ar geri hos­ur sín­ar græn­ar fyr­ir ráðmönn­um víða í álf­unni og láti sér í léttu rúmi liggja hvernig stjórn­ar­farið er. Haldi kín­versku bænd­un­um og öðrum áfram að fjölga og ítök þeirra að aukast þá geti verið, að Afr­íku­menn eigi eft­ir að vakna upp við vond­an draum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert