Mjög hefur dregið úr fjölda almennra borgara sem látið hafa lífið í Írak á milli áránna 2007 og 2008 en fækkunin nemir allt að tveimur þriðju þess fjölda sem lét lífið á síðasta ári. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
Samkvæmt upplýsingum íraskra yfirvalda hafa 5.714 almennir borgarar látið lífið í árásum og átökum í landinu á þessu ári en 16.252 á síðasta ári. Óháðu samtökin Iraq Body Count segja tölurnar mun hærri en að fækkunin sé þó hlutfallslega sú sama. Segja þau 8.315 til 9.028 almenna borgara hafa látið lífið í átökum á þessu ári.
Á þessu ári hafa rúmlega 300 bandarískir hermenn fallið í landinu en á síðasta ári féllu um 900 bandarískir hermenn þar. Mest hefur dregið úr mannfalli bæði hermanna og almennra borgara í höfuðborginni Bagdad.