Mesta hamfaraárið

STRINGER SHANGHAI

Rúmlega 220 þúsund manns hafa látið lífið af völdum náttúruhamfara á árinu sem er að líða. Um er að ræða eitt alversta árið í þessu tilliti og þykir þetta til marks um brýna nauðsyn alþjóðlegs loftslagssamnings.

Þó heildarfjöldi náttúruhamfaranna sé ekki jafn mikill og árið 2007 ollu þær meira fjárhagslegu tjóni og kostuðu fleiri manns lífið. Sá sem mesta tjóninu olli var fellibylurinn Nargis sem reið yfir Búrma í maí og varð 135 þúsund manns að bana. Þá létu 70 þúsund manns líf sit í jarðskjálfta í Sichuan héraði í Kína í sama mánuði. Tilkynnt var um hvarf 18 þúsund manns og misstu 5 milljónir manna misstu heimili sín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka