Mótmæli á Norðurlöndum

Frá mótmælunum í Osló í kvöld.
Frá mótmælunum í Osló í kvöld. Reuters/Scanpix

Hundruð manna í borg­um og bæj­um á Norður­lönd­um mót­mæltu í dag loft­árás­um Ísra­ela á Gasa­svæðinu und­an­farna daga.

Hundruð manna söfnuðust sam­an við Stórþingið í Osló nú und­ir kvöld til að mót­mæla árás­un­um. Að sögn Af­ten­posten kom til átaka milli mót­mæl­enda og lög­reglu við ísra­elska sendi­ráðið í lok mót­mæl­anna. Þeir fyrr­nefndu skutu upp flug­eld­um, köstuðu brenn­andi hlut­um og stein­um að lög­reglu og kveiktu í rusla­tunn­um. Beitti lög­regla tára­gasi gegn mót­mæl­end­um og hand­tók a.m.k. tvo þeirra, skv. frétt Af­ten­posten.

Í Stokk­hólmi sögðu skipu­leggj­end­ur að um 1000 manns hefðu gengið frá einu aðal­torgi borg­ar­inn­ar að sendi­ráði Ísra­ela en lög­regla taldi þá vera um 500 tals­ins. Mót­mæl­end­urn­ir, sem flest­ir voru múslimsk­ir inn­flytj­end­ur í Svíþjóð, ef marka má frétta­skeyti AFP frétta­stof­unn­ar, hrópuðu slag­orð og kveiktu í ísra­elska fán­an­um. Mót­mæl­un­um lauk á friðsöm­um nót­um nokkr­um tím­um eft­ir að þau hóf­ust, en víðar var mót­mælt í Svíþjóð í dag.

Um 150 manns gengu sam­an að ísra­elska sendi­ráðinu í Hels­inki í Finn­landi í mót­mæla­skyni

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert