Hundruð manna í borgum og bæjum á Norðurlöndum mótmæltu í dag loftárásum Ísraela á Gasasvæðinu undanfarna daga.
Hundruð manna söfnuðust saman við Stórþingið í Osló nú undir kvöld til að mótmæla árásunum. Að sögn Aftenposten kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu við ísraelska sendiráðið í lok mótmælanna. Þeir fyrrnefndu skutu upp flugeldum, köstuðu brennandi hlutum og steinum að lögreglu og kveiktu í ruslatunnum. Beitti lögregla táragasi gegn mótmælendum og handtók a.m.k. tvo þeirra, skv. frétt Aftenposten.
Í Stokkhólmi sögðu skipuleggjendur að um 1000 manns hefðu gengið frá einu aðaltorgi borgarinnar að sendiráði Ísraela en lögregla taldi þá vera um 500 talsins. Mótmælendurnir, sem flestir voru múslimskir innflytjendur í Svíþjóð, ef marka má fréttaskeyti AFP fréttastofunnar, hrópuðu slagorð og kveiktu í ísraelska fánanum. Mótmælunum lauk á friðsömum nótum nokkrum tímum eftir að þau hófust, en víðar var mótmælt í Svíþjóð í dag.
Um 150 manns gengu saman að ísraelska sendiráðinu í Helsinki í Finnlandi í mótmælaskyni