Spítalar yfirfullir

Ísraelsk stjórnvöld hafa heimilað vöruflutningabílum að aka með vistir inn á Gasasvæðið. Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna segir þó ekki nóg að gert til að koma í veg fyrir mannlegan harmleik á svæðinu.

Fleiri en 300 Palestínumenn hafa látið lífið í árásum Ísraela á Gasaströndina síðustu daga. Samkvæmt SÞ og öðrum alþjóðastofnunum eru a.m.k. 57 þeirra óbreyttir borgarar. Er sú tala byggð á heimsóknum fulltrúa alþjóðasamtaka á sjúkrahús og heilsugæslur á Gasa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert