Vísað úr landi vegna búðarhnupls

Verslunarhús Illum við Strikið í Kaupmannahöfn.
Verslunarhús Illum við Strikið í Kaupmannahöfn. mbl.is/GSH

Hæstiréttur Danmerkur úrskurðaði í dag að vísa bæri karlmanni frá Litháen úr landi fyrir búðarhnupl. Er honum bannað að koma til landsins næstu fimm árin. Maðurinn var dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir brot sitt á síðasta ári en hann varð uppvís af búðarhnupli í Illum versluninni fyrir 4.700 danskar krónur. Brotið var framið í október á síðasta ári en samkvæmt frétt á vef Politiken stal hann húfu, bindi og stuttermabol úr versluninni sem er í eigu Baugs.

Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að þjófurinn sé fagmaður og hann ógnun við samfélagið. Maðurinn, sem var 28 ára er hann framdi brotið, er á sakaskrá í Litháen fyrir þjófnað. Þar sem maðurinn sé ekki með nein tengsl við Danmörku þá sé ekki hægt að líta á brottvísun hans úr landi sem brot á lögum Evrópusambandsins um frjálst flæði fólks á milli landa innan Evrópska efnahagssvæðisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert