Vísað úr landi vegna búðarhnupls

Verslunarhús Illum við Strikið í Kaupmannahöfn.
Verslunarhús Illum við Strikið í Kaupmannahöfn. mbl.is/GSH

Hæstirétt­ur Dan­merk­ur úr­sk­urðaði í dag að vísa bæri karl­manni frá Lit­há­en úr landi fyr­ir búðar­hnupl. Er hon­um bannað að koma til lands­ins næstu fimm árin. Maður­inn var dæmd­ur í 30 daga fang­elsi fyr­ir brot sitt á síðasta ári en hann varð upp­vís af búðar­hnupli í Ill­um versl­un­inni fyr­ir 4.700 dansk­ar krón­ur. Brotið var framið í októ­ber á síðasta ári en sam­kvæmt frétt á vef Politiken stal hann húfu, bindi og stutterma­bol úr versl­un­inni sem er í eigu Baugs.

Í niður­stöðu Hæsta­rétt­ar seg­ir að þjóf­ur­inn sé fagmaður og hann ógn­un við sam­fé­lagið. Maður­inn, sem var 28 ára er hann framdi brotið, er á saka­skrá í Lit­há­en fyr­ir þjófnað. Þar sem maður­inn sé ekki með nein tengsl við Dan­mörku þá sé ekki hægt að líta á brott­vís­un hans úr landi sem brot á lög­um Evr­ópu­sam­bands­ins um frjálst flæði fólks á milli landa inn­an Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka