Ban Ki-moon fordæmir árásir

Enn varpa Ísraelsmenn sprengjum á Gazasvæðið. Tölur eru á reiki hve margir Palestínumenn hafa látist síðan sprengjuárásirnar hófust á laugardaginn. Sameinuðu þjóðirnar tala um 320 manns en læknar á vettvangi um 375. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri SÞ, hefur kallað eftir tafarlausu vopnahléi og fordæmir bæði Ísraelsmenn og Hamas-samtökin.

Flestir hinna látnu eru hluti af öryggisliði Hamas-samtakanna en talið er að í kringum 60 óbreyttir borgarar hafi látið lífið. Alls hafa fjórir Ísraelsmenn látið lífið af völdum eldflaugaárása Hamas-liða.

Í morgun létust 10 og 40 særðust í sprengjuárásum í Gaza. Þeim var beint að stjórnarskrifstofum Hamas og ýmsum öryggisviðbúnaði.

Vegna árásanna eru allir spítalar á Gaza-svæðinu yfirfullir og er skortur á eldsneyti, mat og lyfjum. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretland, hefur rætt við bæði Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísrael, og Mahmoud Abbas, forseta Palesínu, og hvatt þá til að veita liðum lækna fullan og óheftan aðgang að hinum slösuðu.

Ófremdarástand hefur ríkt á Gaza-svæðinu síðan á laugardag.
Ófremdarástand hefur ríkt á Gaza-svæðinu síðan á laugardag. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert