Caroline Kennedy hefur verið harðlega gagnrýnd af fréttaskýrendum í Bandaríkjunum eftir viðtöl sem hún veitti um nýliðna helgi. Kennedy, sem er dóttir Johns F. Kennedys, fyrrum Bandaríkjaforseta, er meðal þeirra, sem sækjast eftir öldungadeildarþingsæti Hillary Rodham Clinton í New York sem losnar þegar Clinton tekur við embætti utanríkisráðherra í janúar.
Í New York Daily News
kemur fram að Kennedy sé margt betur til lista lagt en að halda ræður og mæta í viðtöl. Er gert stólpagrín að henni af bloggurum sem segja að hún segi um. like og you know í sífellu. Í 30 mínútna löngu viðtali við Daily News á laugardag á hún að hafa sagt „you know" oftar en tvö hundruð sinnum. Í öðru viðtali sama dag við New York Times sagði hún „you know" 130 sinnum, þar af 11 sinnum í myndskeiði sem var 49 sekúndur að lengd.