Ísraelar tilbúnir til landhernaðar

Ísraelskir skriðdrekar við landamæri Gasasvæðisins í gær
Ísraelskir skriðdrekar við landamæri Gasasvæðisins í gær AP

Talsmaður Ísraelshers segir herinn nú reiðubúinn til landhernaðar á Gasasvæðinu og einungis bíða fyrirmæla yfirvalda um að hefja slíkan hernað. Á þriðja hundrað manns hafa látið lífið í kloftárásum Ísraela á svæðið undanfarna fjóra daga.

„Hersveitirnar er tilbúnar. Það er allt tilbúið og möguleikinn er fyrir hendi. Það er hugsanlegt að við förum inn en eins og stendur þá höldum við áfram árásum úr lofti og af sjó,” segir talsmaðurinn Avital Liebovitz.

Ísraelsk yfirvöld hafa til þessa neitað að verða við kröfum um vopnahlé en þau sæta nú auknum, þrýstingi vegna málsins á alþjóðavettvangi.

„Það er ekkert svigrúm til vopnahlés. Stjórnin er ákveðin í að uppræta þá ógn sem flugskeytaárásir á suðurhluta landsins eru. Ísraelsher mun því ekki hætta aðgerðum sínum fyrr en Palestínumenn og Hamas-samtökin láta af vilja sínum til árása á Ísrael,” sagði Meir Sheetrit, innanríkisráðherra Ísraels, í viðtali sem útvarpað var á útvarpi hersins í dag.

Starfsmenn á sjúkrahúsum á Gasasvæðinu segja 347 hafa látið lífið í árásum Ísraela undanfarna daga og rúmlega 800 vera slasaða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert