Níu ára ekki sakhæfur

Ósakhæfi drengsins gæti komið í veg fyrir fangelsisdóm.
Ósakhæfi drengsins gæti komið í veg fyrir fangelsisdóm. Reuters

Sál­fræðing­ur tel­ur níu ára banda­rísk­an dreng sem myrti föður sinn ósakhæf­an. Tel­ur hann ald­ur drengs­ins og vits­muni koma í veg fyr­ir að hann skilji ákær­ur um skipu­lagt morð á hend­ur sér. Sér­fræðing­ur­inn tel­ur einnig að ekki verði hægt að lýsa hann sak­hæf­an inn­an þess frests sem lög um slíkt leyfa.

Dreng­ur­inn er sakaður um að hafa skotið föður sinn og ann­an mann með riffli í nóv­em­ber síðastliðnum á heim­ili fjöl­skyld­unn­ar í St. Johns í Ari­sona í Banda­ríkj­un­um. Dreng­ur­inn hélt skrár yfir þær lík­am­legu refs­ing­ar sem faðir hans beitti hans og lofaði sjálf­um sér því að þegar eft­ir þúsund­ustu refs­ing­una myndi hann rísa gegn föðurn­um.

Dreng­ur­inn sagði lög­reglu, að hann hefði fengið fleng­ingu dag­inn áður en hann skaut föður sinn. Ástæðan var sú að hann lauk ekki heima­nám­inu.

Úrsk­urði dóm­ari að dreng­ur­inn sé ósakhæf­ur og ófær um að verða sak­hæf­ur inn­an 240 daga er hægt að láta málið gegn hon­um falla niður. Verði sú raun­in ótt­ast sak­sókn­ar­ar að dreng­ur­inn muni aldrei fá þá meðferð sem hann þarf á að halda og að fórn­ar­lömb­in muni aldrei sjá rétt­læt­inu full­nægt.

Dreng­ur­inn var átta ára þegar at­vikið varð en verður níu ára á mánu­dag­inn. Hann hef­ur dval­ist í ung­lingafang­elsi frá því hann var tek­inn hönd­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert