Réttarhöldum yfir skókastara frestað

Hin fræga skóárás Al-Zaidis.
Hin fræga skóárás Al-Zaidis.

Réttarhöldum yfir íraska blaðamanninum Muntadhir Al-Zaidi, sem kastaði skóm í George W. Bush Bandaríkjaforseta hefur berið frestað um a.m.k. tvær vikur, samkvæmt upplýsingum eins af lögmönnum hans. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.

Til stóð að málið yrði tekið fyrir hjá dómara á morgun en því var frestað um ótilgreindan tíma á grundvelli áfrýjunar lögfræðingaliðs Zaidis en 25 lögfræðingar vinna að vörn hans. Í áfrýjuninni er farið fram á að ákæruatriði gegn honum verði milduð og að í stað þess að hann verði ákærður fyrir að ráðsast á Bush verði hann ákærður fyrir að móðga hann.

Al-Zaidi, sem er í haldi yfirvalda eftir skóárásina, nýtur mikillar hylli í heimalandi sínu og hafa rúmlega þúsund lögfræðingar boðist til að verja hann kauplaust.

Al-Zaidi staðhæfir að hann hafi ekki ætlað að skaða Bush eða Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, er hann kastaði báðum skóm sínum í þá á blaðamannafundi heldur einungis móðga þá. Í arabaheiminum er ekkert meira móðgandi en það að kasta skóm sínum í annan mann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert