Skip hrakið frá Gasaströnd

Cynthia McKinney, fyrrum þingmaður á Bandaríkjaþingi um borð í skipinu …
Cynthia McKinney, fyrrum þingmaður á Bandaríkjaþingi um borð í skipinu Dignity er það lagði úr höfn á Kýpur í gær. AP

Ísraelski sjóherinn kom í morgun í veg fyrir að skip með hjálpargögnum kæmist að landi á Gasasvæðinu en Ísraelsher hefur lýst landamæri Gasasvæðisins og hafsvæðið úti fyrir því lokað hernaðarsvæði. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Palestínskir hjálparstarfsmenn freistuðu þess að sigla skipinu Dignity framhjá skipum Ísraelshers en þau sigldu í veg fyrir Dignity og hröktu skipið á haf út.

Samkvæmt upplýsingum fréttamanns CNN, sem er um borð í Dignity, sigldi eitt ísraelsku skipana á það án viðvörunar. Enginn slasaðist í árekstrinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert