Yfir 1.700 særðir á Gaza

Rania, drottning Jórdaníu gefur blóð
Rania, drottning Jórdaníu gefur blóð Reuters

Drottning Jórdaníu Rania, gaf blóð í dag á Al-Hussein læknastöðinni í Jórdaníu en þar er nú safnað blóði til þess að senda á Gaza ströndina en yfir 350 manns eru látnir og yfir sautján hundruð særðir eftir fjögurra daga loftárásir Ísraelsmanna.

Segir í tilkynningu að Raina hafi viljað með þessu lýsa yfir stuðningi við íbúa Gaza. Í grein sem birt er í dagblaði í Jórdaníu í dag, hvetur Raina íbúa Jórdaníu til að sýna Palestínumönnum stuðning í verki en drottingin er af palestínskum uppruna. 

Í gær gaf eiginmaður hennar, Abdullah II, konungur blóð og fór fram á að það yrði sent á sjúkrahús á Gaza.

Alls eru 363 Palestínumenn látnir á Gaza, þar á meðal 39 börn, og 1.720 eru særðir, samkvæmt læknum á Gaza. 

Abdullah II, Jórdaníukonungur
Abdullah II, Jórdaníukonungur Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka