Yfir 1.700 særðir á Gaza

Rania, drottning Jórdaníu gefur blóð
Rania, drottning Jórdaníu gefur blóð Reuters

Drottn­ing Jórdan­íu Rania, gaf blóð í dag á Al-Hus­sein lækna­stöðinni í Jórdan­íu en þar er nú safnað blóði til þess að senda á Gaza strönd­ina en yfir 350 manns eru látn­ir og yfir sautján hundruð særðir eft­ir fjög­urra daga loft­árás­ir Ísra­els­manna.

Seg­ir í til­kynn­ingu að Raina hafi viljað með þessu lýsa yfir stuðningi við íbúa Gaza. Í grein sem birt er í dag­blaði í Jórdan­íu í dag, hvet­ur Raina íbúa Jórdan­íu til að sýna Palestínu­mönn­um stuðning í verki en drott­ing­in er af palestínsk­um upp­runa. 

Í gær gaf eig­inmaður henn­ar, Abdullah II, kon­ung­ur blóð og fór fram á að það yrði sent á sjúkra­hús á Gaza.

Alls eru 363 Palestínu­menn látn­ir á Gaza, þar á meðal 39 börn, og 1.720 eru særðir, sam­kvæmt lækn­um á Gaza. 

Abdullah II, Jórdaníukonungur
Abdullah II, Jórdan­íu­kon­ung­ur Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert