Neita að hætta árásum

Mikill ótti og sorg ríkja á Gaza svæðinu.
Mikill ótti og sorg ríkja á Gaza svæðinu. SUHAIB SALEM

Ísra­el hef­ur neitað að gera hlé á árás­um sín­um á Gaza-strönd­inni. Krafa um tveggja sól­ar­hringa hlé hef­ur komið frá Sam­einuðu þjóðunum, Evr­ópu­sam­band­inu, Banda­ríkj­un­um og Rússlandi. Alls er talið að 390 Palestínu­menn og fjór­ir Ísra­els­menn hafi látið lífið í átök­un­um og 1.900 særst.

Að sögn palestínsku flótta­manna­hjálp­ar SÞ eru a.m.k. 25% hinna látnu óbreytt­ir borg­ar­ar. 42 hinna látnu eru börn.

Bret­ar hafa til­kynnt um 1,2 millj­arða kr. neyðaraðstoð til að hægt sé að út­vega mat og eldsneyti. Þá er einnig mik­ill skort­ur á lyfj­um og öðrum nauðsynja­vör­um fyr­ir spít­ala.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert