Neita að hætta árásum

Mikill ótti og sorg ríkja á Gaza svæðinu.
Mikill ótti og sorg ríkja á Gaza svæðinu. SUHAIB SALEM

Ísrael hefur neitað að gera hlé á árásum sínum á Gaza-ströndinni. Krafa um tveggja sólarhringa hlé hefur komið frá Sameinuðu þjóðunum, Evrópusambandinu, Bandaríkjunum og Rússlandi. Alls er talið að 390 Palestínumenn og fjórir Ísraelsmenn hafi látið lífið í átökunum og 1.900 særst.

Að sögn palestínsku flóttamannahjálpar SÞ eru a.m.k. 25% hinna látnu óbreyttir borgarar. 42 hinna látnu eru börn.

Bretar hafa tilkynnt um 1,2 milljarða kr. neyðaraðstoð til að hægt sé að útvega mat og eldsneyti. Þá er einnig mikill skortur á lyfjum og öðrum nauðsynjavörum fyrir spítala.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert