Dagur reiðinnar á Gasa

Horft yfir Gasaborg í gær.
Horft yfir Gasaborg í gær. AP

 Hamas-samtökin, sem ráða Gasasvæðinu, hótuðu því í gær að gera föstudaginn að degi reiðinnar eftir að háttsettur leiðtogi samtakanna lét lífið í loftárás Ísraels. Hafa fjöldasamkomur verið skipulagðar að föstudagsbænum loknum til að mótmæla hernámi og hernaði Ísraela. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Ísraelar héldu áfram loftárásum á Gasasvæðið í morgun sjóunda daginn í röð. Ekki hefur frést af mannfalli í árásunum í morgun en nokkrir eru sagðir særðir.

Að minnsta kosti 420 hafa látið lífið og 2100 særst í árásum Ísraela á Gasasvæðið undanfarna viku. Fjórir Ísraelar hafa látið lífið í flugskeytaárásum Palestínumanna frá Gasasvæðinu yfir landamærin til Ísraels á sama tíma.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert