Múslimar reknir frá borði

DENIS BALIBOUSE

Bandaríska flugfélagið AirTran Airways hefur beðið níu manna fjölskyldu afsökunar fyrir að hafa vikið henni frá borði flugvélar og jafnframt neitað að bóka hana aftur. Fjölskyldan var múslimatrúar og voru karlarnir með síð skegg og konurnar með slæður. 

Fjölskyldum Atif Irfan, skattalögfræðings og bróður hans Kashif Irfan, svæfingalæknis var vikið frá borði flugvélarinnar í Washington skömmu fyrir flugtak eftir að einn farþega vélarinnar hafði tilkynnt um að hafa heyrt konu Atif Irfans segja eitthvað grunsamlegt. Alríkislögreglan yfirheyrði fjölskylduna og sagði hana í kjölfarið ekki hafa haft neitt vafasamt í bígerð.

„Við vorum að tala saman á leið í sætin okkar og ræddum hvar öruggustu sætin væru í flugvélum. Hvort það væri við vænginn, við vélina, fremst eða aftast. Það var allt og sumt. Við sögðum ekkert sem var til þess fallið að vekja grunsemdir,“ sagði Inayet Sahin, eiginkona Kashif Irfan.

Fjölskyldan var á leið í frí til Flórída og hyggst flugfélagið endurgreiða flugmiðana, talsmenn þess vona að skilningur ríki á því að öryggi farþega sé ávallt í fyrirrúmi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert