Nú óttast talsmenn stáliðnaðarins í Bandaríkjunum hrun vegna efnahagskreppunnar. Talsmenn stáliðnaðarins vonast til þess að Obama, verðandi forseti Bandaríkjanna, sé reiðubúinn að veita 1000 milljörðum dollara í fjárfestingaprógramm til þess að auka eftirspurnina eftir stáli, að því er bandaríska blaðið New York Times greinir frá. Framleiðsla stáls hefur minnkað um helming frá því í september vegna minni eftirspurnar frá bílframleiðendum og byggingabransanum.