Tveir afhöfðaðir í Sádi Arabíu

Tveir Srí Lanka-búar voru í dag afhöfðaðir með sverði í Sádi Arabíu eftir að hafa verið dæmdir fyrir vopnað rán og morð. Um er að ræða fyrstu afhöfðanirnar í landinu árið 2009 en í fyrra voru þær alls 102. Met var slegið árið 2007 þegar 153 voru afhöfðaðir í refsingarskyni.

Mennirnir voru fundnir sekir um að hafa rænt og skotið til bana súdanskan endurskoðanda þar sem hann var á leið út úr banka í Riyadh. Í Sádi Arabíu gilda ströng sharía-lög og varða nauðganir, morð, vopnuð rán og fíkniefnainnflutningur öll við dauðarefsingu. Yfirleitt fara aftökurnar fram á opinberum vettvangi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert