Gert er ráð fyrir að 400 erlendum ríkisborgurum verði hleypt yfir landamærin frá Gasasvæðinu í dag og þykir það benda til þess að landhernaður Ísraela sé yfirvofandi á svæðinu.
Ísraelar gerðu loftárásir á tuttugu skotmörk á Gasavæðinu í nótt og í morgun. M.a voru gerðar árásir á göng sem notuð voru til vopnasmygls og bíl með búnaði til flugskeyta árása. Í gær gerðu Ísraelar einnig gerð loftárás á mosku í Jabaliya sem þeir segja hafa verið notaða sem vopnaverksmiðju.
Talsmenn Hamas- samtakanna hafa ekki staðfest að árásir hafi hitt umrædd skotmörk en á undanförnum dögum hafa þeir sagt að árásir Ísraela hafi ekki alltaf hægt þau skotmörk sem Ísraelar segjast hafa hitt.
Gert er ráð fyrir miklum mótmælum á svæðinu að loknum föstudagsbænum í dag en Hamas-samtökin sem ráða svæðinu hafa lýst daginn í dag “Dag reiðinnar”.