Raúl Castro, forseti Kúbu, segist tilbúinn til beinna viðræðna við verðandi forseta Bandaríkjanna, Barack Obama. Castro lýsti Obama sem „heiðvirðum manni“ og sagði að kosning hans hefði gefið voninni byr undir báða vængi.
Þetta sagði Castro í ræðu sinni daginn eftir hátíðahöld sem haldin voru vegna 50 ára afmælis byltingarinnar. Hann sagði Kúbumönnum þó ekkert liggja á og að þeir hlypu ekki til viðræðna, ekki mætti því búast við skyndilausnum, þetta kemur fram á vef BBC.
Obama hefur heitið því að lyfta viðskiptabanni sem Bandaríkin hefur haft á Kúbu síðastliðin 46 ár.