Risahákarl í netinu

Hákarlinn ógurlegi
Hákarlinn ógurlegi mbl.is

Sjö metra langur hákarl flæktist í neti veiðimanns við norðvesturströnd Malasíu á föstudag. Hákarlinn var dreginn að landi en drapst af sárum sínum skömmu síðar. Veiðimaðurinn, Key Chai Yang, sagðist aldrei hafa séð svo stóran hákarl í þau 30 ár sem hann hefur stundað veiðar. 

Mikinn mannfjölda dreif að til að skoða hákarlinn sem svo var sendur áfram  til fiskveiðiyfirvalda. Hákarlinn var á lífi þegar komið var með hann í land en drapst skömmu síðar af völdum sára sem hann hlaut af skrúfu bátsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert