Hamas liðar hafa skotið færri flugskeytum frá Gaza að Ísrael í morgun en að undanförnu og þykir það benda til þess að þeir hafi hörfað frá bæjunum Beit Lahiya og Beit Hanun. Hins vegar er talið að þeir bíði Ísraeala að öðrum stöðum, að því er segir á fréttavef Dagens Nyheter.
Um 30 ísraelskir hermenn eru sagðir særðir, þar af tveir alvarlega. Ísraelsmenn segja 30 Hamas liða fallna, þar á meðal háttsettan leiðtoga. Samkvæmt frásögn Hamas samtakanna hafa 30 úr þeirra röðum særst en enginn fallið. Flest þykir benda til þess að blóðugustu bardagarnir séu enn ekki hafnir og að Ísraelsmenn séu enn ekki komnir að þeim stöðum þar sem Hamas liðar bíða þeirra. Þeir eru um 15 þúsund og skipt niður í smáar einingar með um 20 manns sem þjálfir eru til bardaga þótt þeir séu ekki lengur í sambandi við yfirmenn sína.
Ástandið á Gaza er sagt vera eins og í martröð. Göturnar eru mannlausar og öll þjónusta liggur niðri. Eldsneyti, gas og rafmagn er á þrotum. Hamas samtökin fullyrða að matvæli séu til og biðja Palestínumenn um að sýna stillingu.
Í morgun var greint frá árás ísraelskra hermanna á stærsta markaðinn í Gaza borg. Samkvæmt heimildarmönnum á sjúkrahúsum létu 12 Palestínumenn lífið í árásinni, þar af 10 óbreyttir borgarar. Sömu heimildarmenn segja að