Framganga Ísraels fordæmd

Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs.
Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs. mbl.is/Brynjar Gauti

Rík­is­stjórn­ir Svíþjóðar og Nor­egs hafa for­dæmt fram­göngu Ísra­els á Gaza-svæðinu og sagt inn­rás hers­ins á svæðið vinna gegn því að mögu­legt verði að finna að póli­tíska lausn á vand­an­um á svæðinu.

Carl Bildt, ut­an­rík­is­ráðherra Svíþjóðar, seg­ir mögu­leik­ann á sátt­um hafa minnkað „stór­kost­lega“. „Mögu­leik­inn á sátt­um, á grund­velli viðræðna á næstu dög­um, hef­ur minnkað mikið. Ákvörðun Ísra­els um að ráðast fram af þeirri hörku sem ein­kennt hef­ur ástandið und­an­far­inn sól­ar­hring mun leiða til þess að erfiðara verður að finna lausn á mál­um.“

Bildt er nú á leið til Mið-Aust­ur­landa, ásamt fleiri þjóðarleiðtog­um og emb­ætt­is­mönn­um, sem freista þess að binda enda á stríðsátök á svæðinu. 

Jon­as Gahr Støre, ut­an­rík­is­ráðherra Nor­egs, seg­ir hernaðaraðgerðir Ísra­els, og flug­skeyta­árás­ir Ham­as-liða, bitna verst á þeim sem ekki geta varið sig. „Það er ekki til hernaðarleg lausn á vand­an­um á Gaza-svæðinu. Inn­rás Ísra­els­hers á Gaza-svæðið, á jörðu niðri og í lofti, hef­ur bein áhrif á þúsund­ir sem geta ekki varið sig og ekki flúið. Það er aðeins eitt fórn­ar­lamb í þess­um stríðsátök­um; óbreytt­ir borg­ar­ar í báðum liðum.“

Carl Bildt.
Carl Bildt. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert