Kína þjarmar að gagnrýnendum

Um 70 gagnrýnendur stjórnvalda í Kína hafa verið yfirheyrðir af lögreglu og margir fangelsaðir eftir að hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem hvatt er til lýðræðis í landinu og að endir verði bundinn á eins flokks veldið.

Handtökurnar hófust eftir yfirlýsingin var sett á netið þann 10.desember síðastliðinn Heimspekiprófessorinn Xu Youyu, hefur verið hvattur til þess að taka burt nafn sitt af listanum sem 300 manns eru á. Rithöfundurinn Wen Kejian hefur verið fangelsaður og Zhang Zuhua, einn helsti höfundur yfirlýsingarinnar, hefur verið sviptur vegabréfi, tölvum, bókum og minnisbókum, að því er greint er frá á fréttavef The Guardian.

Kínverskir blaðamenn hafa verið varaðir við skrifum um Charter 08 eða taka viðtöl við þá sem skrifað hafa undir hana.

Foreldrar barna sem létust þegar skóli hrundi í jarðskjálfta í Kína í fyrra hafa verið varaðir við að tala við erlenda fréttamenn. Jafnframt hefur verið greint frá því að eitt þeirra foreldra sem skipulagði samtök foreldra barna sem urðu fórnarlömb mjólkurduftshneykslisins hafi verið tekið af lögreglunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka