„Mjög hættuleg stund“

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands.
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands. Reuters

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, segir það hafa verið „mjög hættulega stund“ þegar Ísrael gerði innrás á Gaza-svæðið á landi og í lofti. Hann hefur kallað eftir því að meiri þungi verði settur í ná sáttum.

„Augljóslega þarf að greiða fyrir því að Palestínumenn fái hjálp og aðgang að hjálpargögnum en Ísraela þurfa lík að hafa tryggingu fyrir því að flugskeytaárásum Hamas-liða linni. Í fyrsta lagi þarf því tafarlaust vopnahlé sem báðir aðilar virða. Í öðru lagi þarf að koma í veg fyrir vopnaflutning inn á Gaza-svæðið og í þriðja lagi þarf að vera hægt að opna landamæri, meða annars með tilliti til neyðarhjálpar, og að því verkefni þarf alþjóðasamfélagið að koma,“ sagði Brown á blaðamannafundi í morgun.

Harðir bardagar hafa verið á Gaza-svæðinu í nótt og morgun eftir að Ísraelsher gerði innrás á Gaza-svæðið skömmu fyrir sjö í gærkvöldi. Brown segir nauðsynlegt að bregðast skjótt við. „Það sem þarf að gerast á næstu dögum er að við þurfum að vinna með málsaðilum að lausn, ásamt Evrópusambandinu og Bandaríkjunum auðvitað. Nicolas Sarkozy mun síðan heimsækja svæðið á morgun og leggja sitt af mörkum,“ sagði Brown.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert