„Mjög hættuleg stund“

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands.
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands. Reuters

Gor­don Brown, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, seg­ir það hafa verið „mjög hættu­lega stund“ þegar Ísra­el gerði inn­rás á Gaza-svæðið á landi og í lofti. Hann hef­ur kallað eft­ir því að meiri þungi verði sett­ur í ná sátt­um.

„Aug­ljós­lega þarf að greiða fyr­ir því að Palestínu­menn fái hjálp og aðgang að hjálp­ar­gögn­um en Ísra­ela þurfa lík að hafa trygg­ingu fyr­ir því að flug­skeyta­árás­um Ham­as-liða linni. Í fyrsta lagi þarf því taf­ar­laust vopna­hlé sem báðir aðilar virða. Í öðru lagi þarf að koma í veg fyr­ir vopna­flutn­ing inn á Gaza-svæðið og í þriðja lagi þarf að vera hægt að opna landa­mæri, meða ann­ars með til­liti til neyðar­hjálp­ar, og að því verk­efni þarf alþjóðasam­fé­lagið að koma,“ sagði Brown á blaðamanna­fundi í morg­un.

Harðir bar­dag­ar hafa verið á Gaza-svæðinu í nótt og morg­un eft­ir að Ísra­els­her gerði inn­rás á Gaza-svæðið skömmu fyr­ir sjö í gær­kvöldi. Brown seg­ir nauðsyn­legt að bregðast skjótt við. „Það sem þarf að ger­ast á næstu dög­um er að við þurf­um að vinna með málsaðilum að lausn, ásamt Evr­ópu­sam­band­inu og Banda­ríkj­un­um auðvitað. Nicolas Sar­kozy mun síðan heim­sækja svæðið á morg­un og leggja sitt af mörk­um,“ sagði Brown.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert