Ísraelskar hersveitir og sveitir Hamassamtakanna börðust í Gasaborg í kvöld. Eru þetta fyrstu beinu átökin í borginni frá því hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna gegn Hamas hófust fyrir rúmri viku. Markmið Ísraels með aðgerðunum er að stöðva eldflaugaskot Hamas á Ísrael.
Miklar sprengingar heyrast í borginni og eldflaugum var skotið á Shejaiya hverfið í austurhluta Gasaborgar. Hamas sagði í yfirlýsingu, að stríðsmenn samtakanna hefðu skotið flaugum á sjö skriðdreka í hverfinu. Fullyrt er að 10 ísraelskir hermenn hafi látið lífið.
Jihad-samtökin sögðu, að nokkrir félagar í samtökunum hefðu látið lífið í átökunum.