Grískur óeirðalögreglumaður liggur alvarlega slasaður á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir árás tveggja manna, sem voru vopnaðir hríðskotarifflum, í Aþenu.
Yfirvöld segja að lögreglumaðurinn hafi verið hluti af sveit sem stóð vörð fyrir framan menningarráðuneytið þegar mennirnir gerðu árás.
Lögreglumaðurinn var fluttur á sjúkrahús og gengst nú undir aðgerð.
Fjölmennt lögreglulið leitar nú árásarmannanna. Verstu óeirðir í marga áratugi í Grikklandi urðu í desember sl. þegar lögreglumenn skutu unglingspilt til bana í Aþenu.