Obama er þögull

Barack Obama.
Barack Obama. Reuters

Verðandi for­seti Banda­ríkj­anna, Barack Obama, lýsti í dag yfir áhyggj­um vegna ástands­ins á Gaza-svæðinu. Hann lagði áherslu á að hann myndi ekki skipta sér af viðkvæm­um samn­ingaviðræðum frá­far­andi rík­is­stjórn­ar.

Obama hef­ur verið gagn­rýnd­ur fyr­ir að þegja um ástandið í Mið-Aust­ur­lönd­um og þá helst af evr­ópsk­um og ar­ab­ísk­um fjöl­miðlum. „Ég legg áfram áherslu á það þegar kem­ur að ut­an­rík­is­mál­um hversu mik­il­vægt það er að hafa aðeins einn starf­andi for­seta í einu. Nú eru viðkvæm­ar samn­ingaviðræður í gangi og því ótækt að tvær radd­ir ber­ist frá Banda­ríkj­un­um þegar svo mikið er í húfi,“ sagði Obama við fjöl­miðla í dag. Hann sagði þó ekki um hvaða samn­ingaviðræður hann ætti en ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, Condo­leezza Rice hef­ur af­lýst fyr­ir­hugaðri ferði sinni til Kína til að tak­ast á við vand­ann.

Ástandið á Gaza eyk­ur enn á vand­ann sem mæt­ir Obama er hann tek­ur við embætti for­seta þann 20. janú­ar næst­kom­andi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert