12 úr sömu fjölskyldu létust

Særð stúlka borin á sjúkrahús eftir loftárás á Gasa.
Særð stúlka borin á sjúkrahús eftir loftárás á Gasa. Reuters

Að minnsta kosti 12 manns úr sömu fjöl­skyldu létu lífið í loft­árás Ísra­els­manna á hús í Gasa­borg í nótt. Tvö flug­skeyti lentu á hús­inu sem hrundi til grunna. Sjö börn á aldr­in­um eins til 12 ára, þrjár kon­ur og tveir karl­menn lét­ust í árás­inni.

Veg­far­andi lét einnig lífið og talið er að 9 til viðbót­ar séu grafn­ir und­ir hús­a­rúst­un­um. 

Að sögn sjón­ar­votta  er einn úr fjöl­skyld­unni, Abu Hamza, fé­lagi í Hamassam­tök­un­um og bjó áður í hús­inu, sem var fjöl­býl­is­hús með sjö íbúðum.  Abu Hamza yf­ir­gaf hins veg­ar húsið ásamt konu sinni og börn­um þegar Ísra­els­menn hófu hernaðaraðgerðir á Gasa 27. des­em­ber.


mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert