25 milljónir í bætur vegna bols

AP

Þegar Raed Jarrar ætlaði um borð í flugvél JetBlue Airways við Kennedy-flugvöllinn í New York árið 2006 neituðu öryggisverðir að hleypa honum inn í flugvélina fyrr en hann færi úr bol sem hann var í. Á bolnum var áletrunin  „Við viljum ekki vera þögulir“ á arabísku. Nú hefur Jarrar fengið andvirði 25 milljóna króna í bætur.

Öryggisverðir og fulltrúar flugfélagsins fullyrtu að það að vera í bol með arabískri áletrun í flugvél væri eins og að fara inn í banka í bol með áletruninni „Ég er bankaræningi“. Jarrar samþykkti að lokum að fara í annan bol frá flugfélaginu yfir sinn eigin . Hann fékk eftir það að fara um borð en varð að sitja aftast í vélinni.

Með aðstoð bandarísku mannréttindasamtakanna ACLU hefur Jarrar nú fengið andvirði um 25 milljóna króna í bætur frá öryggisvörðunum og flugfélaginu vegna meðferðarinnar sem hann fékk.

Í síðustu viku var níu múslímum, þar á meðal þremur börnum, vísað úr flugvél í innanlandsflugi í Bandaríkjunum þar sem aðrir farþegar fullyrtu að þeir hefðu rætt um öryggismál um borð. Nákvæmt athugun bandarísku alríkislögreglunnar leiddi ekkert athugavert í ljós en hópurinn fékk ekki að fara aftur um borð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert