Báðust afsökunar á myndskeiði frá Gaza

Palestínsk skólabörn á Gaza
Palestínsk skólabörn á Gaza Reuters

Franska sjónvarpsstöðin, France 2, neyddist til þess í dag að biðja áhorfendur afsökunar á myndskeiði sem ibrt var í frétt stöðvarinnar í gær. Var myndskeiðið kynnt sem ný upptaka af loftárásum Ísraela á Gaza sem áhugamaður hafi tekið. Hinsvegar reyndist myndskeiðið vera frá árinu 2005 og sýndi atburði á Gaza á þeim tíma.

Í myndskeiðinu sem tekið var af áhugamanni í september 2005 sjást slasaðir borgarar eftir að flutningabifreið hlaðin vopnum Hamas-liða sprakk í Jabaliya flóttamannabúðunum. 

Fjölmiðlum er meinaður aðgangur að Gaza af Ísraelum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert