Barist við Gaza-borg í nótt

00:00
00:00

Ísra­elsk­ir skriðdrek­ar óku inn í Khan Yun­is, stærstu borg suður­hluta Gasa­svæðis­ins rétt fyr­ir dög­un.

Her­sveit­ir Ísra­ela og Ham­asliðar börðust þá við útjaðra Gasa­borg­ar í nótt og er það þriðja kvöldið í röð sem land­göngulið Ísra­els­hers hef­ur  staðið fyr­ir árás­um á borg­ina.

Þrír ísra­elsk­ir her­menn féllu og um 20 aðrir særðust á Gaza í gær­kvöldi þegar ísra­elsk­ur skriðdreki skaut fyr­ir mis­tök á sam­herja sína. Höfðu her­menn­irn­ir her­tekið bygg­ingu sem skriðdrek­inn síðan skaut á. Þar með hafa fjór­ir ísra­elsk­ir her­menn og fjór­ir ísra­elsk­ir borg­ar­ar fallið, að sögn BBC, á þeim tíu dög­um sem liðnir eru frá því að inn­rás Ísra­els­manna á Gaza hófst.

Mann­fall Palestínu­manna er mun meira, en talið er að um 540 Palestínu­menn hafi fallið og 2.500 særst.

Þrír ísraelskir hermenn féllu og um 20 aðrir særðust þegar …
Þrír ísra­elsk­ir her­menn féllu og um 20 aðrir særðust þegar ísra­elsk­ur skriðdreki skaut fyr­ir mis­tök á sam­herja sína. Reu­ters
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert