Fékk ekki þingsætið

00:00
00:00

Banda­rísk­ir emb­ætt­is­menn neituðu að leyfa manni, sem til­nefnd­ur var sem eft­ir­maður Baracks Obama í öld­unga­deild Banda­ríkjaþings, að sverja embættiseið þegar þingið kom sam­an í dag.

„Kjör­bréf mitt var ekki í lagi, ég verð ekki samþykkt­ur, ég mun ekki taka sætið," sagði Roland Burr­is, sem  Rod Blagoj­evich, rík­is­stjóri Ill­in­o­is, út­nefndi sem eft­ir­mann Obama. 

Blagoj­evich er sakaður um víðtæka spill­ingu í embætti og er m.a. grunaður um að hafa reynt að selja þing­sæti Obama til hæst­bjóðanda. Þótt Burr­is sé virt­ur emb­ætt­ismaður, sem hef­ur m.a. gegnt embætti rík­is­sak­sókn­ara Ill­in­o­is, viður­kenna demó­krat­ar á Banda­ríkjaþingi ekki embættis­verk   Blagoj­evich og segja að rík­isþing Ill­in­o­is eigi að velja eft­ir­mann Obama.

Burr­is, sem er 71 árs, sagði við blaðamenn, sem fylgd­ust með sýn­ing­unni á Banda­ríkjaþingi í dag, að hann vildi ekki standa í átök­um um þing­sætið. Hann sagðist hins veg­ar vera að íhuga að höfða mál til að þvinga demó­krata í öld­unga­deild­inni til að fall­ast á hann sem þing­mann.

Burr­is yrði, tæki hann sæti í öld­unga­deild­inni, eini blökkumaður­inn þar.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert