Japanski bílaframleiðandinn Toyota tilkynnti í dag að hann muni loka öllum verksmiðjum sínum í 11 daga til að bregðast við minnkandi eftirspurn.
Greindi þessi japanski bílarisi í síðasta mánuði frá tap í ársuppgjöri í fyrsta skipti og segja forsvarsmenn fyrirtækisins að um sé að kenna „ófyrirséðri kreppu“ í bílaiðnaðinum.
Toyota rekur 12 verksmiðjur í Japan og verður þeim lokað í 6 daga í febrúar og 5 daga í mars.
Fyrirtækið var þá þegar búið að draga úr framleiðslu sinni bæði heima fyrir, sem og í Bandaríkjunum, Kanada og Frakklandi.
Þá stendur til að segja upp 3,000 lausráðnum starfsmönnum í Japan.